Margt að gerast á Textílsetrinu
TEXTÍLSETUR ÍSLANDS í Kvennaskólanum Blönduósi býður upp á ýmsa viðburði í október þar sem kennir ýmissa grasa.
Prjónakaffi verður haldið þriðjudaginn 6.okt. kl. 20.oo . Storkurinn, hannyrðaverslun, kynnir vörur og námskeið. Verslunin hefur sérhæft sig í m.a. bresku gæðagarni, efnum og bókum og hönnun frá Kaffe Fasset. www.storkurinn.is.
Námskeið verða á boðstólnum fyrir áhugasama.
SILKIMÁLUN, verður þriðjud.—fimmtud.: 6.—8. október kl. 19.30—22.00. Þar sem Inese Elferte kennir málun á silki og bómullarefni. Kennt er að nota einfaldar aðferðir til að mála á silki og önnur efni; slæður, fataefni, myndir, málið á boli, koddaver o.s.fr Námskeiðið er tilvalið fyrir kennara því tæknina má auðveldlega nýta í kennslu í grunnskóla.
HAUSTNÁMSKEIÐ, námskeiðaröð verður laugard.—þriðjud., 24. október—27. október,
Eru ýmis námskeið á boðstólnum og geta nemendur raðað saman stundatöflu eftir því hvar áhuginn liggur.
PRJÓNANÁMSKEIÐ: prjóntækni, EZ listasmiðja, peysa prjónuð ofan frá, mósaíkprjón, tveir hlutir prjónaðir á einn prjón.
HEKL: “venjulegt hekl”, rússneskt hekl, frjálst hekl.
GIMB og SPUNI Á HALASNÆLDU.
ATH. SUM NÁMSKEIÐIN ERU UPPSELD EN MÖGULEIKI ER AÐ KOMA INN Á STÖK NÁMSKEIÐ.
Nánari upplýsingar: www.textilsetur.is , textilsetur@simnet.is og í síma 894-9030.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.