Margir viðburðir og hátíðir í vikunni

logo-holarÁ námskeiðinu Hátíðir og viðburðir, sem kennt er nemendum í BA-námi og einnig nemendum í viðburðastjórnun á Hólum, er lögð mikil áhersla á verklega færni, raunveruleg dæmi og mikla virkni nemenda.

Alltaf eru þó fræðin skammt undan og þau sett í samhengi við viðfangsefnin. Nú eru nemendur hér heima á Hólum í staðlotu, en stór hluti þeirra er í fjarnámi. Þá verður mikið um dýrðir. Efnt verður til fjölbreyttra samkomna allt frá matreiðslunámskeiði til stórtónleika! 

Jakob Frímann Þorsteinsson er umsjónarmaður námskeiðsins. Hann segir: "Nemendur eru ákaflega áhugasamir  og margir viðburðir eru metnaðarfullir. Viðburðirnir eru víða um land og gaman er að fylgjast með undirbúningsferlinu og spennandi að sjá hvernig til tekst. Nokkrir viðburðir eru haldnir hér á Hólum. Núna í vikunni verður á dagskrá >SUSHI námskeið< á morgun þriðjudag 3. nóvember, miðvikudaginn 4. nóvember er >Rocky Horror Picture Show kvöld< og fimmtudaginn 5. nóvember verður >Kósýkvöld með Magna - unplugged<. Þessi vika á Hólum er þéttsetin spennandi viðburðum og fyrr í haust var hér félagsvist og í undirbúningi er prjónakvöld. En nemendur halda líka ýmsa viðburði hér og þar á landinu t.d. málverkasýningu fyrir austan og námskeið í að flétta hár fyrir sunnan.

 Óhætt að segja að þetta námskeið og viðburðirnir kryddi tilveru staðarbúa og nærsveitarmanna - og þó víðar væri leitað!

/Hólar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir