Malbikun Blönduósflugvallar á næsta ári

Frá Blönduósflugvelli sem, eins og sést, er án bundins slitlags. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU BJARNA
Frá Blönduósflugvelli sem, eins og sést, er án bundins slitlags. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU BJARNA

Bændablaðið segir frá því að mikil ánægja sé hjá íbúum Húnabyggðar því loks hefur verið ákveðið að malbika flugvöllinn á Blönduósi en það á að framkvæma á nýju ári. „Þetta mál hefur verið í umfjöllun síðustu tíu ár og komst í hámæli þegar rútuslysið varð við Öxl fyrir nokkrum árum,“ hefur Bændablaðið eftir Petri Arasyni, sveitarstjóra Húnabyggðar en flugvöllurinn er mest notaður fyrir sjúkraflug.

Pétur segir að verkefnið hafi verið á áætlun hjá ríkinu en aldrei hafi orðið af framkvæmdum en rekstraröryggi vallarins er mikið öryggismál fyrir svæðið,

„Nú hefur malbikun flugvallarins komist inn á samgönguáætlun en áætlanir gerðu ráð fyrir kostnaði upp á um 70 milljónir króna. Þegar prufuholur voru teknar núna nýverið var gerð ný kostnaðaráætlun af ISAVIA og hljóðar hún upp á 170- 180 milljónir króna. Það er sem sagt búið að tryggja aukafjármagn til að klára verkefnið á nýju ári,“ segir Pétur í samtali við Bændablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir