Lummudagar í Skagafirði 25. júní - 27. júní

 Lummudagar verða haldnir í Skagafirði um næstu helgi en nú hefur endanleg dagskrá Lummudaga verið gefin út. Söngur, grín, glens, gaman, götumarkaðir, lummur og svona mætti áfram telja upp endalausar skemmtanir þessa helgina.
Dagskrá Sauðárkróki
Föstudagur 25.júní

10.00 - 22.00 GOLF - Golfvöllur golfklúbbs Sauðárkróks opinn
10:00 - 11:00 Lummukaffi og opið hús á leikskólanum Glaðheimum
13:30 - 15:30 Lummukaffi og opið hús í leikskólanum Furukoti
13:30 - 20:30 Ljósmyndasýning Ljósku í Húsi Frítímans
17:00 – 21:00  HM stofa og lummukaffi - Opið hús í Húsi Frítímans
20:30 Kvöldvaka í fjörunni - Varðeldur við nýja grjótgarðinn, söngur og skemmtun

Laugardagur 26.júní

10:00 Street ball mót í körfubolta - hjá Árskóla skráning á streetball@tindastoll.is, nánari upplýsingar á www.tindastoll.is

Markaður og fjör í gamlabænum frá kl.11-17:00

Vélhjólasýning-Vélhjólaklúbburinn Smaladrengir ásamt öðrum rúlla á mótorfákum niður aðalgötuna kl.11 :00
 Stórglæsilegur markaður í gamla bænum verður þar sem boðið verður upp á allskonar varning til sölu.
 Andlitsmálning
 Fígúrur og brúðuleikhús frá Leikfélagið Sauðárkróks
 Maddömur í Maddömukoti bjóða alla velkomna með lummum, markaði og ljósmyndasýningu
 Minjahúsið verður opið þar sem Ísbjörninn góði ásamt öðrum munum verða til sýnis.
 Hoppukastalar - Hoppukastalar verða á flæðunum í boðir Verslunarinnar Eyri
 112 svæðið - hjá lögreglustöðinni. Lögreglan, Slökkviliðið og Björgunarsveitin verða með græjurnar til sýnis.
 Minimarkaður-Rauðakross húsið verður opið með minimarkað
 Bókamarkaður- Gallery Lafleur verður með bókamarkað þar sem stórkostleg verðlækkun á sér stað, vöfflur og kaffi í boði.

Lummukeppni kl.13:00
Lummur verða bakaðar eftir uppskriftum úr uppskriftakeppni Lummudaga og Feykis hjá
bakaríinu. Verðlaun veitt fyrir bestu uppskriftina.

Önnur dagskrá í bænum

09:00 - 14.30 Landsbankamót - Knattspyrnumót fyrir stúlkur í 7., 6.og 5. flokk
10.00 - 22.00 GOLF - Golfvöllur golfklúbbs sauðárkróks opinn

Ljósmyndasýning Ljósku í Húsi Frítímans 13-16:30 og 18-20:30 -
Kajak kynning - Siglingaklúbburinn Drangey verður með kynningu á starfseminni kl.13-16:00
Húllumhæ í Dalatúni kl. 15-17 :00 - Íbúar í Dalatúni ætla að standa fyrir markaði,
Gefa fólki lummur að smakka og spila tónlist fyrir gesti og gangandi á opnu svæði í Dalatúni. Allir velkomnir.
17.00 Sauðárkróksbíó - Heimildarmynd sem var gerð um byggingu suðausturlínu, frítt inn í boði línumanna.
Kvöldskemmtun

Götugrill - Götugrill um allan Skagafjörð, Fólk safnast saman í götunum, grillar og hefur gaman kl. 18 -22:00
Barnaskemmtun hjá Landsbankamótinu kl. 20:30-21:30 - við Minjahúsið. Jói G. og Gunni Helga halda uppi fjörinu. Allir velkomnir

Götuball í gamla bænum kl. 22:00-24:00 - verðlaun verða veitt fyrir Lummukeppni og götukeppni. Poke, Fúsi og Vordísin og Spútnik leika fyrir dansi

Dansleikur á Mælifelli kl. 24:00 - Hljómsveitin Spútnik leikur fyrir dansi á Mælifelli fyrir þá sem vilja dansa og skemmta sér út nóttina.

Sunnudagur 27.júní
09:00 - 14.30 Landsbankamót - Knattspyrnumót fyrir stúlkur í 7., 6.og 5. flokk
10.00 - 22.00 GOLF - Golfvöllur golfklúbbs sauðárkróks opinn
13:00 – 16:00  Kajak kynning Siglingaklúbburinn Drangey verður með kynningu á starfseminni
13:00 - 16:30 og 18.00 - 20:30 - Ljósmyndasýning Ljósku í Húsi Frítímans
16:30  Latibær - kemur á Mælifell og verður með fjör og læti. Aðgangseyrir 1000 kr.
19.00 Meistaraflokkur kvenna Tindastóll/Neisti mætir úrvalsdeildarliði Grindavíkur í bikarnum
20:30 Messa í Sauðárkrókskirkju

-Lummudögum slitið-

Dagskrá Varmahlíð
Föstudagur 25.júní
13– 16:00 Lummukaffi og opið hús í leikskólanum Birkilundi.

Laugardagur 26.júní
10:00 Lummufjör og ratleikur - Dagurinn mun byrja með lummuratleik, mæting er við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð og að leik loknum verður boðið upp á lummur við upplýsingamiðstöðina. Rútuferð mun vera frá Varmahlíð til Sauðárkróks eftir ratleikinn sem og rútuferð aftur til baka seinni partinn.
18:00 Grillveisla  við Varmahlíðarskóla.

Ljósmyndasýning Söguseturs Íslenska hestsins og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á
Hótel Varmahlíð, opið alla helgina á opnunartíma. sjá www.hotelvarmahlid.is
Dagskrá Hofsós
Föstudagur 25.júní
10:00 – 11:30 Lummukaffi - Leikskólinn Tröllaborg verður með lummukaffi

Laugardagur 26.júní
13:00 – 16:00  Lummukaffi í Sólvík - Kaffi og lummur 500 kr.

Dagskrá Hólum
Föstudagur 25.júní

14:00 – 15:30  Lummukaffi - Leikskólinn Tröllaborg verður með lummukaffi í útistofunni

Laugardagur 26. Júní
15:00 – 17:00  Ratleikur og lummukaffi - hjá veitingahúsinu Undir Byrðunni

Lunnudagur 27.júní
14:00 – 15:00  Kirkjutónleikar
15:00 – 17:00 Lummukaffi eftir tónleika

Dagskrá Glaumbæ
Laugardagur 26. Júní

Lummu-smakk á Áskaffi, Glaumbær er opin alla daga frá 09:00 til 18:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir