Lumar þú á góðri lummuuppskift ?
feykir.is
Skagafjörður
18.06.2010
kl. 16.16
Skipuleggjendur Lummudaga í Skagafirði munu líkt og í fyrra standa fyrir samkeppni um bestu lummuuppskriftina. Þeir sem eiga heimsins bestu lummuuppskrift eru endilega beðnir um að senda uppskriftina inn á netfangið Feykir@feykir.is. Lummumeistari Skagafjarðar verður síðan krýndur á kvöldvöku laugardaginn 26. Júní.
Þá eru þeir sem hyggjast selja eitthvað í bænum á Lummudögum beðnir um að hafa samband við skipuleggjendur því öll pláss eru að verða uppseld.
Þeir sem síðan vilja bjóða heim í lummur eru beðnir um að setja út hjá sér hvítar blöðrur en þá vita gestir að inni á viðkomandi heimili nú eða úti í garði sé hægt að fá lummur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.