Lúða og lamb með súkkulaðimús

Þau Unnur Haraldsdóttir og Magnús Freyr Jónsson á Hvammstanga eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni og bjóða upp á lúðuforrétt, indverskt lambakarrý og súkkulaðimús. Allt girnilegir réttir sem gaman væri að prófa. 

Lúðuforréttur

  • 500 gr. lúða í tengingum
  • 6 sítrónur

Sítrónur skornar í sneiðar og lúðuteningum raðað á sneiðarnar – sítrónusneiðar yfir líka. Látið standa í ca 6 klst.

  • 1 stk laukur
  • 1 tsk Oregon
  • 2-4 tómatar
  • 1 paprika
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk pipar
  • ¼ bolli ólífuolía
  • 1 lítil krukka sweet pickles, saxað smátt
  • ½ tsk sykur
  • 2-3 dropar Tabasco
  • 10 svartar ólífur

Brytjað smátt og blandað saman – látið standa í ca 1 klst. Fiskurinn tekinn úr sítrónu og blandað saman við – látið bíða í 1-2 klst. Borðað með ristuðu brauði.

Aðalréttur

  • Indverskt lambakarrý
  • 1 lambalæri skorið í smá bita
  • 2 tsk karrý
  • 2 tsk cumin (ekki kúmen)
  • 5 st cardamome
  • 1 laukur smátt skorin
  • ¼ rjómi
  • Salt og pipar

Aðferð:

Brúnið kjötið með lauknum hellið ¼ lítra vatn út á og látið sjóða í 12 mín. Setjið krydd saman við og rjóma og látið sjóða þar til þykknar.

Meðlæti:

Hrísgrjón og ferskt salat og nanbrauð

 Eftirréttur – einföld súkkulaðimús

  •  4 dl rjómi
  • 300 gr. suðusúkkulaði
  • 100 gr. sykur
  • 4 stk.egg

Hitið 2 dl af rjóma að suðu og hellið yfir saxaða súkkulaðið. Þeytið egg og sykur saman. Þeytið 2 dl rjóma, blandið eggja- og sykurhræru saman við rjómann  og hrærið þessu síðan mjög varlega  saman við svo súkkulaðiblönduna. Setjið í glös eða skál og kælið í ca 3 klst.

Verði ykkur að góðu!

(Áður birt í Feyki 2010)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir