Lóuþrælar með tónleika í kvöld

Frá tónleikum Lóuþræla. Mynd: Norðanátt.is

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi verða með aðventutónleika í kvöld 17. des í Félagsheimili Hvammstanga. Tónleikarnir eru styrktir af Sparisjóðnum Hvammstanga og Menningarráði  Norðurlands vestra.

Söngstjóri Lóuþræla er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir.

Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis.  Eftir tónleika verður boðið upp á súkkulaði og smákökur.  Hjómdiskar Lóuþræla verða boðnir til sölu á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir