Lokað í Glaumbæ fram á vor
feykir.is
Skagafjörður
19.01.2010
kl. 09.04
Starfsmenn fornleifadeildar sinna safnsvæðinu í Glaumbæ frá Minjahúsinu á Króknum. Hvorki er hægt að skoða gamla bæinn né önnur hús á svæðinu, eins og verið hefur.
Mögulegt er að leggja inn skilaboð á símsvara safnsins, með góðum fyrirvara, ef fólk vill komast á safnsýningar, hvort sem heldur er í Glaumbæ eða í Minjahúsinu. Þá verður leyst úr því eins og kostur er. Í Glaumbæ verður opið með eðlilegum hætti eftir hvítasunnu. Eftir samkomulagi til 1. júní og frá 9-18 alla daga til 10 september. Minjahúsið verður lokað í sumar, nema kraftaverk gerist
/Byggðasafn Skagfirðinga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.