Lóðir við Laugartún skipta um eigendur
feykir.is
Skagafjörður
15.01.2010
kl. 13.40
Sigurjón Rúnar Rafnsson og Ágúst Guðmundsson, fyrir hönd Húsnæðissamvinnufélags, hafa sótt um til sveitarfélasgins Skagafjarðar að skila lóðunum við Laugartún 13 - 15 annars vegar og 17 - 19 hins vegar. Á sama fundi sótti Marteinn Jónsson, fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses, um umræddar lóðir.
Voru bæði erindin samþykkt svo og umsókn Nemendagarða Skagafjarðar ses um byggingarleyfi á umræddum lóðum.
Nemendagarðar Skagafjarðar ses sóttu á síðasta ári um að fá niðurfell gatnagerðagjöld á umræddar lóðir.
Í báðum tilfellum er sótt um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir raðhúsi sem veitt var 5. júlí 2007.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.