Litla Spaugstofan?
feykir.is
Geyspi vikunnar
01.10.2009
kl. 09.29
Margir biðu með öndina í hálsinum eftir fyrsta þætti Spaugstofunnar síðastliðinn laugardag. Enda ekki annað að sjá en að Íslendingar hafi upplifað nægan skammt af harm- og spaugrænum uppákomum í sumar og haust til að fylla einn 25 mínútna Spaugstofuþátt af þéttu spaugi. Margir urðu fyrir sárum vonbrigðum og heyrst hefur að sumir hafi setið svipbrigðalausir undir þættinum. Það virðist sem spaughöfundarnir séu svo fastir í gremjufeni kreppunnar að grínið hefur breyst í alvöru sem flestir hafa þegar fengið nóg af. Er ekki kominn tími á að Spaugstofan fari aftur að koma þjóðinni til að hlægja í stað þess að gera hana reiða?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.