Litbrigði samfélagsins í Gúttó
Í elsta menningarhúsi Skagafarðar, Gúttó á Sauðárkróki, stendur yfir samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Opnaði hún laugardaginn 29. apríl og stendur til 14. maí.
Þessir kappar eru meðal mynda sem prýða sýningu Sólons.
Á sýningunni gefur að líta fjölbreyttar myndir eftir fjölmarga listamenn, lærða sem leika, og alla jafna stunda list sína í Gúttó. Þegar útsendari Feykis lagði leið sína á sýninguna stóðu þau vaktina Erla Einarsdóttir og Ágúst B. Eiðsson. Sögðu þau mikla grósku í félaginu þó listafólkið stundi málaralistina mismikið. Fjöldi mynda hangir á veggjum hússins sem bera handbragð skapara sinna gott vitni. Mæli hiklaust með því að allir líti við og skoði og jafnvel versli en margar eigulegar myndir má finna á sýningunni.
Opið er á virkum dögum milli klukkan 16 og 18 en klukkan 13 til 16 um helgar. Hægt er að óska eftir séropnun ef á þarf að halda með því að hafa samband við Erlu ísíma 864 2225 eða Ágúst í síma 857 9662.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.