Listamenn októbermánaðar í Nes listamiðstöðinni
Fjórtán nýir listamenn koma nú til starfa hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Tæplega eitt og hálft ár er nú síðan fyrstu listmennirnir komu og síðan hafa um 160 manns komið til Skagastrandar til að sinna listsköpun sinni.
Fjölmargir þeirra halda enn góðu sambandi við Nes listamiðstöð, m.a. í gegnum Facebook. Margir þeirra hafa eignast góða vini á Skagaströnd og jafnvel er dæmi um enn dýpra samband ... Víst er að Skagstrendingar bjóða hina nýju listamenn velkomna og vona að dvölin verði þeim sem ánægjulegust.
Listamenn októbermánaðar eru þessir:
Hannah Casey, myndlistamaður frá Írlandi
Princess Ayelotan, rithöfundur frá Frakklandi
Maurice Orr (John Will), myndlistmaður frá Írlandi
Caroline Lioré, ljósmyndari frá Frakklandi
Renata Padovan, brasilískur listamaður sem vinnur ljósmyndir og vídeó
Oliver Gardiner, videolistamaður frá Englandi
Bendel Hydes, málari frá Bandaríkjunum
Di Ball, vinnu blandaða list og er frá Ástralíu
Louisa Conrad, myndlistarmaður frá Bandaríkjunum
Lucas Farrell, rithöfundur frá Bandaríkjunum
Adrian Buitenhuis, kanadískur listamaður sem vinnur video/myndlist
Sue Gordon frá Kanada, vinnur paint/print
Laura Hensser, vinnur með ljósmyndir og kemur frá Englandi
Ciara O’Hara, myndlistarmaður frá Írlandi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.