Líf að færast í Íþróttamiðstöðina aftur

bodypumpSagt er frá því á Húna.is að líf og fjör sé að færast í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi eftir sumarleyfin.

Body pump tímar Berglindar verða á fimmtudögum og á þriðjudögum. Þriðjudagstímarnir verða kl. 6:20 á morgnana fyrir þá árrisulu. Hægt er að velja um að vera báða dagana eða aðeins annan.

Síðastliðinn mánudag byrjuðu badmintontímarnir og verða þeir á sama tíma og í fyrra eða á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 19:00 - 20:30.

 

 Þá byrjaði Old boys fótbolti þriðjudaginn 15. september og verður hann á sömu dögum og tíma líkt og undanfarin ár eða á þriðjudögum frá kl. 20:00 - 21:30 og fimmtudögum frá kl. 20:30 - 22:00. Körfuboltatímar verða á miðvikudagögum frá kl. 19:00 - 20:00.

 

 

Rétt er að minna á að þreksalurinn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:45 - 21:00 og föstudaga frá kl. 7:45 - 17:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir