Lið Skagafjarðar flaug áfram í Útsvari
Þá er fyrstu umferðinni í Útsvari - spurningaþætti sveitarfélaganna í Sjónvarpi allra landsmanna - lokið. Skagafjörður komst að sjálfsögðu áfram með því að tapa naumlega af öryggi fyrir Hornfirðingum. Liðið stóð sig með þvílíkum glæsibrag að það hlaut bronsið í keppni tapliðanna og þar sem fjögur stigahæstu tapliðin komast í aðra umferð þá fá Skagfirðingarnir að reyna aftur og til að leiðrétta mistökin í fyrstu umferð mætir lið Skagafjarðar liði Hornafjarðar á ný.
Sveitarfélögin munu því leiða saman hesta sína á ný þann 29. janúar næstkomandi og því betra að fara að kíkja í Vasadagbók Fjölvís til að leggja umferðar- og þjónustumerkin á minnið því hver veit nema liðin fái sömu spurningar og síðast?
oli@feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.