Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
04.10.2020
kl. 15.17
Í gær mættust Kormákur/Hvöt og Hamar í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni 4. deildar. Leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti Reykjavíkur. Það voru Hvergerðingar sem gerðu eina mark leiksins og hömpuðu því beiskum bronsverðlaunum í leikslok en bæði lið spila áfram í 4. deild að ári.
Það var Logi Geir Þorláksson sem gerði markið fyrir lið Hamars á 23. mínútu og þar við sat. Uppskera Húnvetninga úr suðurferðinni því tap og sex gul spjöld. Liðið náði góðum árangri í riðlakeppninni í sumar en það er ansi strembið að komast í gegnum úrslitakeppnina og upp um deild – ekki síst þegar b-lið stórliðanna fyrir sunnan eru í baráttunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.