Leitað leiða til að auka hagkvæmni í rekstri slökkviliðsins
Útköll hjá Slökkviliði A-Húnvetninga á árinu 2008 voru alls átta og eru þau orðin sex það sem af er árinu 2009. Af útköllum ársins eru fjögur vegna bruna en tvö vegna bílslysa.
Á aðalfundi Brunavarna A-Hún sem haldinn var þann 23. september s.l. var lögð fram tillaga frá stjórn þar sem lagt er til að ráðist verði í skipulagsbreytingar hjá Brunavörnum A-Húnavatnssýslu. Núverandi skipulag byggir að stofni til á samingi milli átta sveitarfélaga en í dag eru rekstraraðilar tveir. Markmið með skipulagsbreytingum er að koma á skilvirkara starfi og leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri slökkviliðsins. Fundurinn samþykkti heimild til stjórnar að ganga til skipulagsbreytinga og að þær verði lagðar fyrir sveitarstjórnir. Þá kom fram að stjórnin hafi unnið að breytingum á bakvaktakerfi í samvinnu við slökkviliðsmenn.
Rekstur Brunavarna A-Hún kostaði á árinu 2008 kr. 19.590.853, tekjur urðu kr. 1.918.265 og framlög sveitarfélaga krónur 15.866.501. Niðurstaða ársins varð neikvæð um kr. 1.846.750
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.