Leitað að verkefnastjóra
feykir.is
Skagafjörður
15.10.2009
kl. 08.34
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir verkefnastjóra í atvinnumálum í Skagafirði til að vinna að sérstökum verkefnum á sviði atvinnuþróunar í Skagafirði.
Verkefnastjóri mun vinna á grundvelli samkomulags sveitafélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem er félag atvinnulífs og einstaklinga sem vilja efla atvinnulíf og mannlíf í Skagafirði. Verkefnastjóri mun vinna undir stjórn sviðsstjóra Markaðs og þróunarsviðs Sveitarfélagsins og starfssöð verður á Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.