Leitað að mótshöldurum fyrir ULM 2010

Glæsilegur hópur keppenda á Unglingalandsmóti

Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík um helgina, var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2010.  Umsóknarfrestur verður til 10. janúar 2010.

Grundarfjarðabær og Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu (HSH) áttu upphaflega að hýsa mótið 2009 en fengu frest til 2010 vegna efnahagskreppunnar.  Grundarfjarðarbær er ekki tilbúinn til að standa undir þeim kröfum UMFÍ sem gerðar eru til mótsins og því er auglýst eftir mótshaldara 2010.

Sigurjón Þórðarson formaður UMSS segir það vel koma til greina að bjóðast til að halda mótið næsta sumar en eins og allir vita var Unglingalandsmótið haldið á Sauðárkróki síðasta sumar. - Það tókst vel að halda mótið hjá okkur í sumar og við getum tekið að okkur að halda næsta mót með skömmum fyrirvara, segir Sigurjón.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir