Leikir helgarinnar hjá 8.fl. drengja og stúlkna
Það voru tveir flokkar sem kepptu um helgina hjá yngri flokkum Tindastóls en það voru 8.fl. drengja og stúlkna. 10.fl. drengja átti einnig að spila tvo leiki við KR í Síkinu en óskað var eftir frestun á þeim leikjum þar sem KR-ingar eru í þjálfaravandræðum. Þeir verða því spilaðir helgina 18. og 19. nóvember í Síkinu og hvetjum við alla til að mæta á þá leiki. Ungmennaflokkur karla var með einn leik á dagskrá á móti Keflavík en þar sem þrír úr hópnum voru meiddir, þeir Eyþór Lár, Orri og Veigar, var óskað eftir frestun og var það samþykkt, sá leikur var færður til 12. nóvember.
Stúlkurnar í 8.fl. spiluðu þrjá leiki í Síkinu, tvo á laugardeginum og einn á sunnudeginum, og því miður þá voru úrslit leikjanna ekki okkur í hag í þetta skiptið en þær stöllur börðust hrikalega vel og eiga mikið inni fyrir næstu leiki, flottur hópur. Úrslit leikjanna var sem hér segir…
Tindastóll – Þór/Ak 6 – 16
Tindastóll – Grindavík 18 – 23
Tindastóll – Afturelding 24 - 34
Drengirnir í 8.fl. fóru aftur á móti í Hafnarfjörðinn á Ásvelli og spiluðu þar fjóra leiki, tvo á laugardeginum og tvo á sunnudeginum. Þeir töpuðu því miður þremur leikjum en náðu að sigra síðasta leikinn á móti Haukum. Strákarnir sýndu góðan liðsanda og það var góð stemning í hópnum og verður gaman að fylgjast með þeim í næstu leikjum. Það sem af er á þessu tímabili eru þeir búnir að spila sjö leiki, tapa þrem og vinna fjóra. Úrslit helgarinnar voru:
Tindastóll - Haukar 29 - 47
Tindastóll – Þór/Ak 32 - 50
Tindastóll – Valur 34 - 38
Tindastóll – Haukar b 38 – 33
Framtíðin er björt – Áfram Tindastóll
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.