Leið ehf. boðar til fundar vegna vegastyttingar

Jónas Guðmundsson

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Leið ehf. boða til opins fundar í Húnaveri laugardaginn 10. október nk. kl. 13:15 þar sem fjalla á um mál og leita leiða að sátt um umdeilda vegstyttingu milli Norðausturlands og vesturhluta landsins um svonefnda Svínavatnsleið.

 Í aðsendri grein Jónasar Guðmundssonar formanns stjórnar Leiðar ehf. hér á Feyki.is segir að bent hafi verið á mjög arðsama leiðarstyttingu um allt að 20 km milli norður og vesturhluta landsins og að þess sé vænst að allir þeir sem láta sig þessi mál varða, ekki síst íbúar þeirra sveitarfélaga þar sem breytingar kunna að verða, sæki fundinn og láti í ljós skoðanir sínar og hugmyndir um hvernig þessum málum verði best háttað.

Grein Jónasar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir