Landsmót Samfés á Sauðárkróki

samfesUm 240 unglingar frá liðlega sextíu félagsmiðstöðvum á Íslandi og um sextíu  starfsmenn þeirra eru væntanlegir til Sauðárkróks á föstudag.

 

Landsmót SAMFÉS , samtaka 116 félagsmiðstöðva á Íslandi, er vettvangur til að mynda tengsl og kynnast nýjum hugmyndum sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna. Þar hittast unglingar og starfsmenn, vinna saman, ræða framtíð félagsstarfs á Íslandi og skemmta sér. 

 

Landsmótið verður sett á kvöldvöku á föstudagskvöldið í Íþróttahúsinu. Á laugardag ætla unglingar að taka þátt í 20 ólíkum smiðjum eins og Tónlistarsmiðju, Leiklistarsmiðju, Götusmiðju,  Sund/Handboltasmiðju, Capoeira-Blak/Sjósundsmiðju , Golfsmiðju, Þjóna/Kokkasmiðju ,Trommuhring, Bootcamp/Klifursmiðju,  Fjölmiðlasmiðju, Salsasmiðju, Kvikmyndasmiðju  og Ljósmyndasmiðju svo eitthvað sé nefnt. 

 

Á laugardagskvöld verður slegið upp matarveislu þar sem unglingarnir kynna afrakstur dagsins. Deginum lýkur svo með friðargöngu um kvöldið þar sem gengið verður í gegnum Sauðárkrók og niður í fjöru við undirleik friðartónlistar af öllu tagi. Í fjörunni verður tendraður varðeldur.

 

Landsmótinu lýkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks,  þar sem unglingar ætla að ræða félags-og frístundamál á Íslandi.

 

/Skagafjörður.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir