Landsbyggðarfólk fær sértilboð
Dagana 17. til 24. september mun Grand Hótel Reykjavík í samstarfi við indverska sendiráðið verða með sérstaka dagskrá tengda menningarheim Indlands með tilheyrandi indverskum mat, danssýningum og Bollywoodbíói.
Tveir gestakokkar koma frá Indlandi og laða fram kryddaðar og framandi kræsingar að indverskum hætti við seiðandi tónlist frá Austurlöndum. Danshópur frá Indlandi sýnir um kvöldið 17. og 18. september þjóðlega dansa og tvær frægar verðlauna kvikmyndir, Devdas (2002) og Lagaan (2001), verða sýndar alla dagana. Þetta er einstakt tækifæri til að prófa alvöru indverskan mat og upplifa framandi menningu frá Indlandi.
Í tilefni þessarar dagskrár ætlar Grand Hótel að gera vel við íbúa landsbyggðarinnar og býður þeim gistingu á hótelinu og framandi matarveislu frá Indlandi á sérkjörum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.