Lag Bubba og Óskars Páls flutt af Jógvani í kvöld

Bubbi og Óskar Páll semja Einn dag enn en ekki Eitt lag enn.

Í kvöld verður Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010 í Sjónvarpinu en þá mun færeyska sjarmatröllið Jógvan Hansen flytja lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens en lagið ber nafnið One More Day. Skagfirðingar og nærsveitamenn, sem og vinir Færeyja (allir landsmenn), eru því hvattir til að vera með á nótunum í kvöld þegar kemur að því að greiða atkvæði.

Lagið er auðvitað nánast al skagfirskt því Óskar Páll er eins og alþjóð veit Króksari í húð og hár og Bubbi er bróðir Sveins Allans Morthens sem hefur alið manninn það lengi í Skagafirði að ættin hlýtur að vera orðin því sem næst skagfirsk.

Fyrstu fimm lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins voru flutt síðastliðinn föstudag og voru upp og ofan en þó kannski frekar ofan. Miðað við þá tóna sem undirritaður hefur heyrt úr lögunum sem flutt verða í kvöld má reikna með heldur sterkari lögum og því sennilega harðari baráttu um að komast áfram í úrslitin.

Áfram Óskar Páll, Bubbi og Jógvan!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir