Kvennahlaupið 2010
Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ fer nú fram Laugardaginn 19. Júní n.k. Á flestum stöðum byrja hlaupin um 11 nema Hofsós en þar hefst hlaupið klukkan 10:00 og Hólum þar sem hlaupið hefst 10:30.
Ýmsar vegalengdir eru í boði eða allt frá 1 km og upp í 10 km. Á all flestum stöðum er einnig frítt í sund, það er því um að gera fyrir konur að skella sér hvort sem verður hlaupið eða gengið.
Hvammstangi: Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Í boði eru 2 km, 5 km og 10 km. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Blönduós: Hlaupið frá íþróttamiðstöðinni á Blönduósi kl. 11:00. Í boði eru 2,5 km og 5 km.
Skagaströnd: Hlaupið frá íþróttahúsinu á Skagaströnd kl. 11:00. Í boði eru 1 km, 2km, 5 km Frítt í sund og boðið upp á ávexti og súkkulaði að hlaupi loknu.
Sauðárkrókur: Hlaupið frá Sundlaug Sauðárkróks kl. 11:00. Í boði eru 2 km, 5 km og 7 km. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Hólar: Hlaupið frá Hólaskóla kl. 10:30. Í boði eru 3 km og 7 km. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Varmahlíð: Hlaupið frá sundlauginni í Varmahlíð kl. 11:30. Í boði eru 1,5 km og 4 km. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Fljót: Hlaupið frá Haganesvík – Sólgarðaskóla kl. 11:00 í boði eru 3 km og 4 km. Frítt í sund og súpa að loknu hlaupi.
Siglufjörður: Hlaupið frá Torginu kl. 11:00. Í boði eru 2 km og 5 km. Sameiginleg upphitun fyrir hlaup. Ávaxta og grænmetishlaðborð í lok hlaups.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.