Kveðjumessa séra Magnúsar á Ólafsvík

Fyrir skömmu var haldin kveðjumessa sr. Magnúsar Magnússonar í Ólafsvíkurkirkju en hann er á leið í prestsembætti á Hvammstanga. Fjölmenni var í messunni eða um 200 manns. Barnakór bæjarins söng ásamt kirkjukór.  

Í predikun sinni lagði séra Magnús sérstaka áherslu á barna og æskulýðsstarf.  Að messu lokinni voru kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar í boði sóknarnefndar. 

Baldvin Leifur Ívarsson formaður sóknarnefndar afhenti Magnúsi  örnefnamynd af Ólafsvík og nágrenni að gjöf frá sóknarnefndinni, Pétur Jóhannsson formaður kirkjukórsins færði sr. Magnúsi veglega bókargjöf. Sr. Magnús flutti þakkarávarp og þakkaði samstarf og samveru liðinna ára. Að lokum flutti hann frumsaminn texta við undirleik. Fyrstu 2 erindin eru svona:

Lít ég fjögur liðnu árin
lifuð ár í Ólafsvík
Í réttri raun þau hafa verið
reynslu-bæði og gleðirík.

Blautur bak við annað eyrað
ég barst til þín frá ysta sæ
Til að dreifa Drottins orði
með djörfung sí og æ
um drjúgan hluta af Snæfellsbæ.

/H A.snb.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir