KS úthlutar úr Menningarsjóði
Föstudaginn 25 júní s.l. var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Hefur Menningarsjóðurinn verið ötull við að styrkja menn og málefni undanfarin misseri og má segja að samfara bættum hag Kaupfélags Skagfirðinga hefur Menningarsjóðurinn eflst og getað stutt við æ fleiri verkefni.
Að þessu sinni var úthlutað 12 framlögum og fóru þau til eftirtalinna aðila:
Þuríður Harpa Sigurðardóttir vegna læknismeðferðar erlendis.
Áhugahópur um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi vegna viðburða tengdum skáldkonunni.
Gangnamannafélag Austurdals vegna viðgerðar á Ábæjarrétt og endurbyggingar réttarkofa.
Leikfélag Sauðárkróks vegna starfsemi félagsins.
Tónleikar til heiðurs skagfirsku listakonunni Erlu Þorsteinsdóttur.
Hóladómkirkja vegna tækjakaupa.
Sögusetur íslenska hestsins á Hólum vegna uppbyggingar á sýningunni Íslenski hesturinn.
Siglingaklúbburinn Drangey vegna stofnunar og starfsemi klúbbsins.
Raggmann ehf vegna tónlistarhátíðarinnar Gæran.
Hákon Sigurgrímsson vegna bókaútgáfu.
Hóladómkirkja vegna menningarviðburða sumarsins.
Grunnskólar Skagafjarðar vegna forvarnaverkefnis í grunnskólum héraðsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.