KS heiðrar Jón F. Hjartarson

menningarstyrkur_ks_09 (12)Í gær var úthlutað úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga en við það tækifæri var Jóni F. Hjartarsyni veitt sérstök viðurkenning frá Menningarsjóði KS fyrir mikið og gott starf við uppbyggingu Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og fyrir 30 ára farsælt og óeigingjarnt starf sem skólameistari FNV.

Fram kom við úthlutunina að það væru í raun forréttindi að í héraðinu væri fyrirtæki sem hefði burði til að koma að samfélagslegum verkefnum með þeim hætti sem menningarsjóður KS hafi gert í gegn um árin. Slíkur stuðningur væri samfélaginu í Skagafirði afar mikilvægur. Vegna jákvæðrar þróunar í rekstri Kaupfélags Skagfirðinga undanfarin ár hefur sjóðurinn haft burði til að koma að æ fleiri verkefnum á hverju ári.

Að þessu sinni hlutu eftirfarandi aðilar styrki:

Prestaköllin í Skagafirði til eflingar barna og unglingastarfs

Rökkurkórinn, Sönghópur félags eldri borgara og Karlakórinn Heimir fyrir öflugt kórastarf

Söngskóli Alexöndru vegna myndarskaps við uppbyggingu söngskóla

Samgönguminjasafn Skagafjarðar til frekari eflingar safnsins

Jón Ormar Ormsson vegna öflugs starfs að menningarmálum undanfarin ár

Svava Rún Ingimarsdóttir  vegna námsdvalar erlendis

Sóknarnefnd Miklabæjarkirkju til orgelkaupa

Rauða Kross deild Skagafjarðar til eflingar tómstundastarfs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir