Króksbrautarhlaup um helgina

kroksbrautarhlaupLaugardaginn 19. sept n.k. ætlar skokkhópur Árna Stef að halda hið árlega Króksbrautarhlaup en nú með breyttu sniði. Þetta verður áheitahlaup til styrktar Þuríði Hörpu þó með þeim formerkjum að fólk getur líka gengið eða hjólað vegalengdirnar.

 

Nokkur fyrirtæki í bænum ætla að heita á þá sem taka þátt og borga fyrir heildar kílómetrafjölda sem þeir leggja að baki þannig að til mikils er að vinna.

 

Árni Stefánsson íþróttakennari leggur á það áherslu að hlaupið er öllum opið sem vilja leggja málefninu lið og þurfa ekki að tengjast skokkhópnum á nokkurn hátt. –Það myndi létta mér undirbúningsvinnuna ef fólk sem ætlar að taka þátt hefði samband við mig í vikunni, segir Árni og vill hvetja sem flesta til að leggja málefninu lið. –Fólk er parað saman miðað við hlaup- eða gönguhraða en hlaupið byggist á því, að hvaðan sem þú hleypur, þá er komið í mark við sundlaugina milli klukkan 12.40 og 13.00. svo býður Sveitarfélagið ókeypis í sund á eftir.

-Fólk getur komið sér sjálft á þann stað sem það ætlar að hlaupa frá, á leiðinni Sauðárkrókur -  Varmahlíð, segir Árni en einnig verður rúta á ferðinni sem sleppir fólki út á þeirra upphafshlaupastað.

 

Er hægt fyrir almenning að taka þátt í áheitum? –Já, það er hægt. Fólk getur lagt pening í púkk fyrir hlaup ef það vill t.d. 500 eða 1000 krónur sem dæmi en ég ítreka það að það kostar ekkert að taka þátt í hlaupinu, segir Árni.

 

Árni vill brýna fyrir öllum að fara eftir umferðarreglum, hlaupa á móti umferð í beinni röð og að ökumenn sýni aðgát.

 

Árni vill ítreka að þetta er ekki bara hlaup heldur er ganga og hjólreiðar fullgild líka þar sem verið er að höfða til almenns útivistar.

 

Hægt er að hafa samband við Árna í síma 864 3959

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir