Krakkarnir í Sumarfjöri í Húnabyggð buðu eldri borgurum á kaffihús í Húnaskóla
Á Facebook-síðu Húnabyggðar var skemmtileg færsla með fullt af myndum af krökkunum í Sumarfjöri, námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, ásamt eldri borgurum. Síðastliðinn miðvikudaginn buðu þau nefnilega öllum eldri borgurum í Húnabyggð í kaffi í mötuneyti Húnaskóla því þar voruð þau búin að setja upp kaffihús.
Ekki var annað að sjá en að krakkarnir hafi tekið vel á móti öllum sem mættu og var sannkölluð kaffihúsastemning því krakkarnir sáu um að vísa þeim til borðs og þjónusta það með bros á vör. Boðið var upp á skúffuköku, flatbrauð með hangikjöti, muffins og drykki og höfðu bæði krakkarnir og gestir gaman af þessu uppátæki. Eftir kaffið var tekið í spil, spjallað og teflt og á því orðatiltækið ungur nemur gamall temur vel við í Húnabyggð!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.