Kraftur og Þórarinn á hvíta tjaldi í kvöld

Úr myndinni Kraftur

Myndin Kraftur - síðasti spretturinn verður frumsýnd í Kringlubíói í kvöld en myndin fjallar um samband þeirra
Krafts frá Bringu og knapa hans Þórarins Eymundssonar reiðkennara við Háskólann á Hólum.

Í myndinni er varpað ljósi á einstakt samband manns og hests, sigurgöngu þeirra félaga og söknuð þegar Tóti þarf að skilja við hestinn að lokinni keppni á HM í Hollandi 2007. Myndin er einlæg og hrífandi og lætur engan ósnortinn, sannkallaður óður til íslenska hestsins og íslenskrar náttúru.
Myndin verður síðan sýnd dagana 1.-7. október. Feykir.is hvetur norðlendinga á höfuðborgarsvæðinu svo og aðra unnendur íslenska hestins til að drífa sig í bíó, kaupa pop og kók og njóta úrvals myndar úr smiðju  Skottu - kvikmyndafjelags. Myndin mun síðar koma út á dvd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir