Körfuboltaakademía áfram hjá FNV

Samningar endurnýjaðir varðandi Körfuboltaakademíu FNV og U.M.F.T. Mynd: FNV.
Samningar endurnýjaðir varðandi Körfuboltaakademíu FNV og U.M.F.T. Mynd: FNV.

Síðast liðinn föstudag var samningur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Akademían hefur verið starfrækt í fimm ár eða frá árinu 2012 þegar Bárður Eyþórsson var þjálfari Tindastóls.

Ljóst er að mikið íþróttalíf verður tengt skólanum því fyrr í mánuðinum undirrituðu skólameistari og formaður knattspyrnudeildar U.M.F.Tindastóls samning um íþróttaakademíu í knattspyrnu. Samningur sá stendur í beinu sambandi við gervigrasvöll sem verður tekinn í notkun næsta haust.

Tengdar fréttir:
Körfuboltaakademía á Króknum 

Knattspyrnuakademía FNV og Tindastóls stofnuð 

Hér að neðan má sjá gamalt viðtal við Bárð Eyþórsson sem tekið var í tilefni að stofnun Körfuboltaakademíunnar árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir