Konur í meirihluta

Eftir að hafa verið konulausir síðasta ár kjörtímabilsins í sveitastjórn eru karlmenn nú komnir þar í minnihluta og segja Feyki.is fróðir menn að þetta muni vera í fyrsta sinn sem konur nái meirihluta í bæjarstjórn Blönduósbæjar.
Þrjár kvennanna koma frá Samfylkingu en ein þeirra Anna Margrét Sigurðardóttir kemur frá L lista fólksins.
Að sögn heimamanna bíða menn spenntir eftir að sjá hvaða áhrif hið kvenlega mun hafa á stjórn bæjarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir