Knattspyrnuskóli Grétars Rafns Steinssonar 2009

Skráning er hafin í knattspyrnuskóla Grétars Rafns Steinssonar sem verður haldinn dagana 8.-12. júní á Hóli í Siglufirði. Skólinn er ætlaður krökkum sem eru fædd á árinu 1992-2000. Þjálfarar frá Bolton munu sjá um skólann eins og í fyrra en þeir eru kennarar við Akademíuna þar.
Einungis verður hægt að skrá sig í skólann á heimasíðu gretarrafnsteinsson.com. Skólinn mun kosta 15.000 kr. og verður að vera búið að greiða fyrir 1. júní 2009. Leggja skal inná 1102-05-402078 kt: 090182-2939. Setja skal kennitölu barns í skýringu. Athygli skal vakin á að KS á Siglufirði niðurgreiðir skólann fyrir æfingakrakka KS um 5.000 kr.
Innifalið í skólanum eru hollur hádegismatur alla daga og ávextir í eftirmiðdaginn einnig verða óvæntar gjafir. Þeir sem koma að geta fengið gistingu að Hóli en verða að taka með sér rúmföt og eru á eigin ábyrgð en að sjálfsögðu verðum við með næturvörð.
gretarrafnsteinsson.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir