Knattspyrnudeildinni skipt upp

logo_tindastollKnattspyrnudeild Tindastóls stefnir að því að skipta deildinni upp í meistaraflokksráð og unglingaráð og er vinna farin af stað í þeirri áætlun.

Að sögn Róberts Óttarssonar formanns knattspyrnudeildar líta menn björtum augum á skiptingu deildarinnar í þessi tvö ráð. –Það er mín tilfinning að auðveldara verður að fá fólk til starfa, segir Róbert og bendir á að einhverjir foreldrar sem eru að fylgja sínum börnum í yngri flokkum kæra sig jafnvel ekki um að vinna fyrir meistaraflokkinn en myndu vilja vinna með unglingaráði og svo öfugt. Róbert segir að verið sé að búa til beinagrind að þessum ráðum og mikil vinna sé framundan og hann vill ekki tilgreina neinn tíma hvenær þeirri vinnu lýkur. -Ef fólk hefur áhuga á að starfa í öðru hvoru ráðinu má það hafa samband, segir Róbert

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir