Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka félagsins
Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.
Íþróttafræði- eða uppeldismenntun er kostur og skilyrði er að viðkomandi hafi sótt námskeið hjá KSÍ og hafi reynslu af þjálfun barna- og unglinga. Viðkomandi myndi hefja störf 1. september.
Knattspyrnudeild Hvatar heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi, æfingum fyrir 8. – 3. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring. Mikið og gott starf er unnið á vegum félagsins og tekur Hvöt þátt í hinum ýmsu knattspyrnumótum víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í 5.- 3. flokki í Íslandsmóti í samstarfi við Tindastól, Kormák og Fram.
Samstarf er við Kormák um rekstur meistaraflokks karla Kormáks Hvatar sem spilar nú í 3. deild.
Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá yfir menntun og fyrri störf og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar.
Frekari upplýsingar veitir Lee Ann Maginnis, s: 867-3799. Umsóknir berist á netfangið hvot@simnet.is
Umsóknarfrestur er til 31. júlí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.