Kjörskrár og kjörfundir á Norðurlandi vestra

Nú hafa sveitarfélög á Norðurlandi vestra flest auglýst skipan í kjördeildir vegna kosningar til embættis forseta Íslands sem fara fram laugardaginn 30. júní 2012. Kjördæmin eru Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Kjörskrár og kjörfundir verða á eftirfarandi stöðum:

Húnaþing vestra

Kjörskrá Húnaþings vestra vegna forsetakosninganna þann 30. júní 2012 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá og með 20. júní 2012 til kjördags. Kjörfundur verður opinn í Grunnskóla Húnaþingsvestra á Hvammstanga frá kl. 9 – 20.

Húnavatnshreppur

Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins, á opnunartíma skrifstofunnar, frá og með miðvikudeginum 20. júní og til kjördags.

Blönduósbær

Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Blönduósbæjar en kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili á Blönduósi samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 9. júní 2012. Kjörfundur fer fram í Blönduskóla þann 30. júní 2012 frá kl. 10-22.

Skagabyggð

Kjörfundur fyrir íbúa Skagabyggðar verður í Skagabyggð þann 30. júní 2012 en opið verður frá kl. 12 -17.

Skagaströnd

Kjörskrá vegna forsetakosninga 30. júní 2012 liggur frami á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 9. júní 2012. Kjörfundur verður opinn í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd frá kl. 10 – 21.

Akrahreppur

Kjörfundur hefst kl. 12 í félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi.

Sveitarfélagið Skagafjörður

Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni til kl. 14:00 á kjördag, 30. júní 2012. Við kosningar til embættis forseta Íslands sem fram fara laugardaginn 30. júní nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir:

Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00-

Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði, þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

Kjördeild í Grunnskólanum á Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00

Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00

Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps -kjörfundur hefst kl. 10:00

Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, frá kl. 13-16

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Svf. Skagafjarðar má slíta kjörfundi 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði.  Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir