Kindur sóttar uppá hálendið

Þessir myndarlegu hrútar tengjast ekki fréttinni beint

Húni.is greinir frá því að björgunarsveitarmenn í Björgunarfélaginu Blöndu hafi sótt í gær kindur í Oddnýjargil sem er norðvestan við Langjökul en sést hafði til þeirra þar í síðasta mánuði

.

Ferðalagið tók 13 klukkutíma og náðust tvær kindur af þremur. Kindurnar munu vera frá Akri í Húnavatnshreppi.

Síðustu helgina í nóvember urðu rjúpnaskyttur varar við kind með tvö lömb við Oddnýjargil. Fjallaskilanefnd Húnavatnshrepps leitaði til Björgunarfélagsins Blöndu með að finna kindurnar og koma þeim til byggða. Í gær fóru fimm björgunarsveitarmenn ásamt einum hundi á þremur fjórhjólum og einu sexhjóli upp að Langjökli og fundu kindurnar lengst uppí Oddnýjargili.

Um tvo og hálfan tíma tók að eltast við kindurnar en á endanum náðist kindin og annað lambið og gekk greiðlega að koma þeim til byggða. Ferðalag björgunarsveitarmannanna tók 13 klukkutíma. Kindurnar mun vera frá Akri. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði aftur til að ná í lambið sem eftir varð.

/Húni.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir