Ketill og Sæli taka höndum saman
Ástarsagan af Katli gangnamanni í Vestur Húnavatnssýslu tekur óvænta stefnu í nýútkomnum Feyki en eins og allir ættu að vita eru það hinir galvösku félagar Göngufélagsis Brynjólfs á Hvammstanga sem eru höfundar sögunnar.
Við höfum fengið að fylgjast með spennuþrunginni ástarsögu Ketils Ketilssonar sem kemur norður á Skúlatanga í haustgöngur og þar hittir hann fyrir Jónu sem er annáluð fyrir fegurð og glæsileika. Ketill lendir í erfiðum aðstæðum þegar gamall vinur hans til margra ára fléttast inn í söguna og úr verður flókinn ástarþríhyrningur. En eins og segir í lok annars kafla vissi Ketill að þessar göngur myndu breyta lífi hans til frambúðar. En nánar um það í Feyki.
Það eru þeir Ragnar Karl Ingason, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, Gústav Jakob Daníelsson og Ágúst Jakobsson sem skrifa söguna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.