Karlakór Reykjavíkur söng í Ketilási..
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
06.05.2009
kl. 08.12
Karlakór Reykjavíkur var á söngferðalagi á Norðurlandi um síðust helgi.. Hann hélt tónleika í Siglufjarðarkirkju á föstudagskvöldinu sem voru mjög vel sóttir. Í hádeginu á laugardag gerði kórinn stans í félagsheimilinu Ketilási í Fljótum. Þar var kórmönnum sem voru tæplega 60 talsins boðið í léttan hádegisverð og í staðinn söng kórinn nokkur lög fyrir heimafólk.
Það var kvennfélgið Framtíðin sem bauð kórnum og raunar öllum sveitungum til málsverðar í tilefni af 70 ára afmæli félagsins á þessu ári. Þorri íbúa sveitarinnar og nokkuð af burtfluttum sveitungum mætti og var mikil ánægja með söng kórsins. Þetta var óvenjulegur konsert án undirleiks en ánæjuleg heimsók að sögn kórmanna. Þeir færðu Kvenfélaginu sögu kórsins að gjöf og afhentu einnig liðlega 30 hljómdiska með söng kórsins sem vildu að dreift yrði á öll heimili í sveitinni. Formaður kórsins ´lét þess getið þegar hann ávarpaði heimafólk að henn hefði sem unglingur verið í sveit í Fljótum og þá m.a. tekið þátt í að byggja félagsheimilið. Úr Fljótum héldu kórmenn til Blönduóss þar sem þeir vou með tónleika í kirkjunni ásíðar um daginn. ÖÞ:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.