Jón Stefán næsti þjálfari meistaraflokks kvenna
Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá ráðningu Jóns Stefáns Jónssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna næsta tímabil. Jón Stefán var, árið 2014, ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls en sú ráðning gekk til baka. Jón Stefán kemur frá Val úr Reykjavík þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og yngri flokka.
Stelpurnar í Tindastól féllu úr 1. deild í sumar en að sögn Guðjóns Arnar Jóhannssonar, stjórnarmanns, er það ekkert leyndarmál að stjórnin gerir þá kröfu til stelpnanna og Jóns að vinna sig aftur upp í 1. deild.
Jón Stefán eða Jónsi eins og hann er kallaður er fæddur árið 1982 og sem leikmaður má segja að hann hafi verið alinn upp á Akureyri hjá Þór en einnig lék hann með KA og Tindastóli sem polli.
Tengd frétt: Jón Stefán Jónsson nýráðinn þjálfari Tindastóls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.