Jón lætur þýða gögn vegna aðildarumsóknar í ESB

20070404152206146Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að Jón Bjarnason hefur ákveðið að öll helstu gögn varðandi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, tengd þeim málaflokkum sem ráðuneyti hans ber ábyrgð á, verði þýdd. Enda segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún muni beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gegnsæi og lýðræðisumbótum. Þá segir í tilkynningunni að kannaðir verði möguleikar á því að vinna við þýðingar verði framkvæmd a.m.k. að hluta til á landsbyggðinni.

Fréttatilkynningin:

Þýðing á gögnum,
þ.m.t. spurningum og svörum sem lúta að aðildarviðræðum við Evrópusambandið

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tiltekið að hún muni beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum.

Í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar með tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu kemur skýrt fram, að meirihlutinn telji einnig mikilvægt að aðkoma hagsmunaaðila að málinu og upplýsingamiðlun sé skýr og skilvirk á öllum stigum. Meirihlutinn leggur áherslu á mikilvægi þess að ferlið sem sett verður upp í tengslum við aðildarviðræður, verði eins gegnsætt og kostur er og að sem víðtækast samráð verði haft við hagsmunaaðila á breiðum grunni, auk þess sem sérstök áhersla verði lögð á upplýsingamiðlun til almennings.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarrráðherra, Jón Bjarnason, hefur áður lýst því yfir og tekið upp í ríkisstjórn, að hann  er sammála Bændasamtökum Íslands og öðrum þeim sem telja nauðsynlegt að bæði spurningar og svör og önnur þau málefnalegu gögn sem lúta að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu, verði birt samhliða á íslensku.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur því ákveðið, að í góðu samráði við hagsmunaaðila verði þýdd öll helstu gögn varðandi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið tengd þeim málaflokkum sem ráðuneytið ber ábyrgð á. Kannaðir verði möguleikar á því að vinna við þýðingar verði framkvæmd a.m.k. að hluta til úti á landi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu,
7. október 2009

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir