Jón Gísli valinn í landsliðsúrtak

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 2002 fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní nk. og mun Dean Martin þjálfari U16 hafa umsjón með mótinu. Jón Gísli Eyland Gíslason úr Tindastól hefur verið valinn í hóp 30 manna sem taka þátt.

Á heimasíðu Tindastóls segir að Jón Gísli hafi verið einn af efnilegustu leikmönnum Tindastóls síðustu árin og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Þess má geta að Jón, sem er 15 ára, er í liði Tindastóls sem leikur í 2. deildinni í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir