Jón” fær frítt inn á Hafíssetrið til að skoða ísbjörninn!

 Í tilefni þess að  þann 24. júní,  er Jónsmessan, mun Hafíssetrið á Blönduósi að bjóða  öllum  sem heita Jón, frítt inn á Hafíssetrið  þann dag. Hafíssetrið hvetur  fleiri fyritæki til að  bjóða öllum með nafnið Jón frítt inn í tilefni dagsins!

Hafíssetrið á Blönduósi er staðsett í Hillebrandtshúsi, sem er eitt af elstu timburhúsum landsins. Á Hafissetrinu má fræðast um sögu hafís við landið og áhrif hans á land og þjóð.  Ljósmyndir, video, ljóð og texti segir söguna um „landsins forna fjanda“  á fræðandi og skemmtilegan hátt.

Hvítabjörn, sem gekk á land við Hraun á Skaga 2008, er til sýnis og er sérstakur hluti hússins tileinkaður hvítabjörnum og líferni þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir