Jón bóndi verðlaunaður
Norðanáttin greinir frá því að Jón Eiríksson bóndi á Búrfelli í V-Hún, hlaut Menningarverðlaun NBC, Samtaka norrænna bænda, sem afhent voru þann 14. ágúst s.l. á Hótel Sögu. Fékk hann viðurkenningarskjal og verðlaunafé að upphæð 50.000 sænskra króna fyrir gott starf að menningarmálum innan landbúnaðarins.
Jón hefur verið iðinn við listir sínar, sama hvort það snýr að ljósmyndun eða myndlist. Hann hefur haft áhuga á ljósmyndun frá unga aldri og það sama má segja um myndlistina en helsti innblástur Jóns hafa verið íslensk húsdýr og hafa myndir hans náð víða.
Mikla athygli vakti sýning Landsvirkjunar í Blöndustöð á myndum Jóns þar sem hann hafði málað 365 kúamyndir.
Nú eru það hundarnir sem Jón málar á striga og stefnir hann á að selja allar hundamyndirnar sem eitt stórt listaverk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.