Jómfrúarsigling Brimils í dag
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
04.06.2010
kl. 08.44
Brimill, bátur selasiglinga fer jómfrúarsiglingu sína í dag sem farþegabátur. Nú er um að gera að fara að panta sér ferð í sela- og náttúruskoðun, sjóstangaveiði eða miðnætursiglingu.
Farið var með Brimil til Hólmavíkur til að fá leyfi fyrir farþegasiglingar og tókst það vel. Leyfið er komið og þá er bara að fara í Jómfrúarsiglinguna í dag kl. 13, segir í tilkynningu frá selasiglurunum Ella og Kjartani sem segjast hlakka til að sjá þig.
-Hvetjum alla til að panta sér ferð í sela- og náttúruskoðun kl. 9:00, sjóstangaveiði kl 13:00 eða miðnætursiglingu kl. 23:00.
Nánari upplýsingar á vef Selasiglinga http://sealwatching.is/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.