Jólin kvödd í Blönduhlíðinni

brenna_blonduhlid (5)Fjöldi manns var samankominn til að kveðja jólin á Þretándabrennu í Blönduhlíðinni, í blíðskaparveðri í gærkvöldi. Halldór brennustjóri og ljósvinir hans sáu um að skreyta himinhvolfið með ótrúlegustu litardýrðum og fylgdi eitthvað af tilheyrandi hljóðum með.

brenna_blonduhlid (4)Glatt logaði í bálkestinum, í sunnan andvara og smá frosti. Síðasti jólasveinninn hélt svo til fjalla úr Blönduhlíðinni á John Deer dráttarvél, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

brenna_blonduhlidUppistaðan í brennunni var komið með frá Króknum en það var Rúnar Símonarson sem kom með tvo treilera af efni úr aðrennslisstokknum frá Gönguskarðsárvirkjun. Verið er að rífa hann og ódýrara að keyra því sem til fellur fram eftir heldur en borga förgunargjald á það.

Flugeldasýningin var stórgóð enda hafði einn á orði að það sé alltaf eins og maður sé að sjá þetta í fyrsta skiptið.

Myndirnar tók Vagn Stefánsson

brenna_blonduhlid (2) brenna_blonduhlid (3)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir