Jólatónleikar söngdeildar í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
09.12.2008
kl. 08.00
Tónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Skagafjarðar verða haldnir að Löngumýri í kvöld klukkan 20:00. Á tónleikunum koma fram 10 söngdeildarnemendur og barnakór Tónlistarskólans sem Jóhanna Marín Óskarsdóttir stjórnar.
Lagaval er fjölbreytt og spannar allt frá söngtónlist barroktímans til okkar daga í bland við nokkur falleg hátíðleg lög. Kaffiveitingar verða seldar á kr. 500 sem er til styrktar söngdeildinni en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.