Jólasveinapósthús Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður
21.12.2009
kl. 11.41
Jólastelpurnar í 3. flokki kvenna í Tindastóli taka að sér að bera út jólakort á Sauðárkróki. Móttaka á kortum verður í Vallarhúsinu í dag mánudag og morgun þriðjudag frá klukkan 17:00 til 19:00.
-Við tökum 50 krónur fyrir kortið, þú bara skrifar nafn og heimilisfang utan á kortið, kemur með það til okkar og við hlaupum með það á réttan stað á Þorláksmessu, segja stelpurnar og þakka fyrir stuðninginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.