Jólastund eins og í gamla daga
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
16.12.2009
kl. 09.25
Á hverjum degi kl. 17:00, til 23. des. býður Menningarfélagið Spákonuarfur upp á sögustund og jólastemmingu í Árnesi á Skagaströnd. Lagt er upp úr að hafa jólastemmingu eins og í gamla daga.
Flutt verða kvæði og sögur um jólasveinana og er einn jólasveinn tekinn fyrir á hverjum dagi. Börn á öllum aldri eru velkomin og það á líka við um pabba, mömmur, afa og ömmur. Engin aðgangseyrir, bara að koma með jólaskapið og gleðina.
Menningarf. Spákonuarfur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.