Jólasamkeppni Húnahornsins
Sú hefð hefur skapast á Húnahorninu í desember að velja Jólahús ársins á Blönduósi. Um er að ræða samkeppni um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2009 verður með svipuðu sniði og síðust ár.
Til að taka þátt í samkeppninni er tilnefning send inn í gegnum rafrænan atkvæðaseðil sem staðsettur er á forsíðu Húnahornsins (Jólatilnefningar). Hverjum og einum er heimilt að senda inn eina tilnefningu. Það hús sem fær flestar tilnefningar verður valið Jólahús ársins 2009 á Blönduósi. Samkeppnin stendur til miðnættis 30. desember og verða úrslit gerð kunn á síðasta degi ársins. Þetta er í áttunda sinn sem Húnahornið stendur fyrir kosningu um Jólahús ársins á Blönduósi.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.